Þjóðskrá29. desember 2016

Stjörnumerki Íslendinga

Nú líður senn að áramótum og margir velta fyrir sér hvað nýtt ár beri í skauti sér. Stjörnuspár eru skoðaðar og fólk lætur sig dreyma um ævintýri nýs árs. En hvernig skiptast Íslendingar í stjörnumerki?

Nú líður senn að áramótum og margir velta fyrir sér hvað nýtt ár beri í skauti sér. Stjörnuspár eru skoðaðar og fólk lætur sig dreyma um ævintýri nýs árs. En hvernig skiptast Íslendingar í stjörnumerki? Ef skoðaðir eru einstaklingar með lögheimili á Íslandi sést að flestir eru tvíburar (9,0%) en fæstir eru steingeitur (7,4%).

 

 

Ef stjörnumerki íbúa eru skoðuð eftir landssvæðum má sjá að 7,8% af íbúum Reykjaness eru steingeitur á meðan þær eru 7,3% af íbúum Norðurlands eystra. Tvíburar eru 8,7 % af íbúum Reykjanes en 9,3% af íbúum Norðurlands eystra.

  

Þegar nokkur svæði höfuðborgarinnar eru skoðuð sést að 8,7% íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur (póstnúmer 107) eru krabbar á meðan 8,3% íbúa Grafarvogs (póstnúmer 112) eru krabbar.

 

 

Hægt er að leika sér með þessi súlurit t.d. velja landssvæði/póstnúmer inn og út af myndunum. Það er gert með því að smella á viðkomandi landssvæði/póstnúmer í listunum við hlið súluritanna. Gleðilegt nýtt ár!


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar