Hvernig er eignin mín skráð?

Hér er hægt að skoða skráningarupplýsingar eigna ásamt staðsetningu þeirra á loftmynd. Sláðu inn heiti eignarinnar, fasteignanúmer hennar eða landeignarnúmer.

Vefsjá landeigna hefur að geyma upplýsingar um afmörkun landeigna og framsetningu á loftmynd.

Þarf að breyta skráningu

Allar breytingar á skráningu land- og fasteigna hefjast með því að þú hefur samband við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa þess sveitarfélags þar sem eignin er staðsett.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Einnig má nálgast ýmsan fróðleik og skýrslur hér

Er staðfangið mitt á réttum stað

Staðfang er í sinni einföldustu mynd heimilisfang með hnitpunkti. Staðföng geyma upplýsingarnar sem leiðsögutæki nota til að vísa okkur veginn. Auk þess að vera mikilvægir fyrir einstaklinga og fyrirtæki þá treystir neyðarþjónustan í landinu á að punktarnir séu sem réttastir. Þú getur skoðað staðsetningu staðfangsins heima hjá þér á forsíðunni með því að slá inn heimilisfang, neðarlega á þeirri síðu er loftmynd. Sendu okkur línu ef eitthvað þarf að laga á land@skra.is

Reglugerð um skráningu staðfanga

Skoða