Fasteignamat 2020

6,1
 %
Hækkun frá 2019
5,3
%
Höfuðborgarsvæðið
8,1
%
Landsbyggðin
6,6
%
Íbúðir - sérbýli
6,9
%
Atvinnuhúsnæði
5,3%
Íbúðir - fjölbýli
0,7
%
Sumarhús

Fasteignamat 2020 hækkar um 6,1%

  • Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.047 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati fyrir árið 2020
  • Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 6,0% á milli ára og verður alls 6.594 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 6,6% á meðan fjölbýli hækkar um 5,3%.
  • Fasteignamat íbúða hækkar um 5,0% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1% á landsbyggðinni.
  • Fasteignamat íbúða hækkar mest á Akranesi en þar hækkar íbúðarmatið um 21,6%, um 17,7% í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs (Suðurnesjabæ) og um 16,6% í Vestmannaeyjum.
  • Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 6,9% á landinu öllu; um 5,9% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,3% á landsbyggðinni.

Nokkrar breytingar á aðferðarfræði

Matssvæðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fjölgað nokkuð til að matið endurspegli nákvæmar þær verðbreytingar sem orðið hafa á svæðinu með þéttingu byggðar.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á aðferðafræði við útreikning á fasteignamati sumarhúsa og má þar helst nefna fjölgun matssvæða yfir allt landið auk þess sem útreikningi lóðaverðs hefur verið breytt þannig að sumarhúsalóðir undir meðalstærð lækka en lóðir yfir meðalstærð hækka. Lóðaverð sumarhúsa lækkar því að jafnaði um 23% á milli ára á meðan húsmatið sjálft hækkar um 7,5%. Með fjölgun matssvæða er hægt að aðgreina betur fasteignamat ólíkra svæða og lækka viss strjálbyggð svæði sem hafa takmarkaðar samgöngur og eru langt frá annarri byggð.

 

Flettu upp fasteignamati á þinni eign

Hér má sjá svör við helstu spurningum varðandi fasteignamat