Spurt og svarað um kerfiskennitölur

    • Allir þeir einstaklingar sem eru nú þegar á kerfiskennitöluskrá fá úthlutaða nýrri kerfiskennitölu og mun sú eldri verða gerð óvirk á meðan viðkomandi er á kerfiskennitöluskrá. Sæki einstaklingur svo um lögheimilisskráningu verður eldri kennitalan virkjuð aftur þegar hann er kominn á þjóðskrá.
    • Þeir sem sækja um kerfiskennitölu frá og með gildisdegi ákvæðisins fá úthlutaða kerfiskennitölu samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Sæki einstaklingur svo um lögheimilisskráningu síðar fær hann úthlutaða kennitölu og fer á þjóðskrá.
    • Einungis opinberir aðilar geta sótt um kennitölu fyrir erlenda ríkisborgara. Umsóknir þurfa að berast rafrænt og með rafrænni auðkenningu. Með umsókninni staðfestir opinberi aðilinn að hann sækir um kennitöluna vegna sérstakra nauðsynja.
    • Athugið að skráning á kerfiskennitöluskrá er eingöngu fyrir einstaklinga sem dvelja skemur en 3-6 mánuði á Íslandi eða hafa enga viðdvöl hér á landi. Skráningin veitir engin réttindi á Íslandi. Ef erlendur ríkisborgari hyggst dvelja lengur en 3-6 mánuði á Íslandi og njóta réttinda hér á landi þá gildir eftirfarandi: EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að dvelja umfram þrjá mánuði nota eyðublað A-270 (íslenska) eða A-271 (enska). Norðurlandabúar sem ætla að dvelja umfram sex mánuði nota eyðublað A-257 eða A-258. Aðrir sækja skráningu til Útlendingastofnunar.
  • Yfirleitt tekur það einn til tvo daga að fá útgefna kerfiskennitölu en Þjóðskrá gefur sér 4 daga til úrvinnslu.

    • Nei, það er ekki gildistími á kerfiskennitölu en ef einstaklingur hyggst dvelja á Íslandi umfram 6 mánuði á sá að sækja um skráningu lögheimilis og þar með færast yfir á þjóðskrá.
    • Það fylgja engin réttindi kerfiskennitölunni og það er ekki hægt að skrá lögheimili afturvirkt umfram 12 mánuði þannig er mjög mikilvægt að þeir sem uppfylla skilyrði til skráningu lögheimilis á Íslandi sæki um þá skráningu.
    • Ef erlendur ríkisborgari hyggst dvelja lengur en 3-6 mánuði á Íslandi og njóta réttinda hér á landi þá gildir eftirfarandi: EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að dvelja umfram þrjá mánuði nota eyðublað A-270 (íslenska) eða A-271 (enska). Norðurlandabúar sem ætla að dvelja umfram sex mánuði nota eyðublað A-257 eða A-258. Aðrir sækja skráningu til Útlendingastofnunar.
    • Á þjóðskrá eru allir einstaklingar sem hafa haft skráð lögheimili á Íslandi, börn sem fæðast á Íslandi og íslenskir ríkisborgarar sem fæðast erlendis.
    • Á kerfiskennitöluskrá eru einstaklingar sem hafa ekki skráð lögheimili á Íslandi og dvelja skemur en 3-6 mánuði á Íslandi að dvelja ekki á landinu og þurfa á einkvæmu auðkenni að halda. Skráningin veitir engin réttindi á Íslandi þar sem lögheimili er ekki skráð.

Fyrir miðlara og ytri notendur

  • Testgögn eru aðgengileg á opingogn.is. Einnig hafa miðlarar aðgang að sérstökum ftp server sem geymir bæði raun og testgögn.

  • Nei, röðunin mun ekki breytast fyrst um sinn.

  • Að svo stöddu er kerfiskennitölu miðlað áfram með sama hætti og áður hefur verið, með textaskrá og XML skrá.

    Í nánustu framtíð mun miðlun með textaskrá hætta og stefnt er að því að miðla upplýsingum úr þjóðskrá með vefþjónustu - líklega með Json skeyti.

    Testgögn með Json skeyti hafa verið send á FTP server fyrir miðlara eins og þetta lítur út í dag. Athugið að þetta er ekki endanleg útgáfa en ætti að gefa góða vísbendingu um hvað koma skal.

  • Einstaklingur birtist á einstaklingaskrá með öllum viðeigandi upplýsingum. Þá stendur eftir einstaklingskennitalan á kerfiskennitöluskránni þegar óvirkri kerfiskennitölu er flett upp og þannig er sýnilegt ef einstaklingur er ekki lengur með virka kerfiskennitölu.

  • Kerfiskennitalan er ekki vartöluprófuð. Ein helsta ástæðan er að með því móti er hægt að fá umtalsvert fleiri kerfiskennitölur til að vinna með svo hægt verði að bregðast við breyttum kröfum í samfélaginu.

  • Kerfiskennitala á nýja forminu byrjar alltaf á 8 og aðrar tölur verða tilviljanakenndar.Tölustafurinn 8 verður notaður fyrst og svo munum við nýta tölustafinn 9 þegar ekki er hægt að gefa út fleiri kerfiskennitölur sem byrja á 8. Dæmi : 892350-1739

Upplýsingafundur maí 2021

Glærur frá upplýsingafundi um kerfiskennitölur sem haldinn var 20. maí 2021.

Nánar um upplýsingafund

Lög um skráningu einstaklinga

Skoða nánar lög nr. 140/2019 um skráningu einstaklinga.

Skoða nánar