Gildistími vegabréfa
Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi, en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.
Ef eldra vegabréf er týnt/stolið skal nýtt vegabréf hafa sama gildistíma og fyrra vegabréf sem tilkynnt er glatað samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um vegabréf.
Með heimild í 18. gr. reglugerðar um íslensk vegabréf, mega þeir sem tvisvar sinnum eða oftar hafa glatað vegabréfum sínum eiga von á að vegabréfum þeirra verði ákvarðaður 2ja ára eða skemmri gildistími á meðan hin glötuðu vegabréf eru í gildi.
Athugið að ekki er hægt að ferðast á skilríki sem tilkynnt hefur verið glatað en finnst aftur. Það verður gert upptækt á flugvelli erlendis og því mikilvægt að passa vel að vera með nýtt vegabréf.
Kröfur erlendra stjórnvalda
Athugið að Þjóðskrá hefur ekki upplýsingar um hvaða kröfur eru gerðar um gildistíma vegabréfa í hverju ríki fyrir sig.
Almenna reglan er:
Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum.
Rétt er að kynna sér hvaða kröfur eru gerðar í þeim ríkjum sem heimsækja á.
Upplýsingar um vegabréfsáritanir má finna á vef utanríkisráðuneytis.
Vegabréfið þitt
Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?
Nánar á ísland.isLög og reglugerðir
Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá
Nánar um lög og reglugerðir