Neyðarvegabréf
Neyðarvegabréf eru gefin út til að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð, helst til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð vegabréfa. Neyðarvegabréf gildir aldrei lengur en 12 mánuði.
Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þau eru ekki tölvulesanleg og því er ekki mælt með að þau séu notuð til ferðalaga utan Evrópu.
Vegabréfið þitt
Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?
Nánar á ísland.isLög og reglugerðir
Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá
Nánar um lög og reglugerðir