Talnaefni alþingiskosninga 2016

Kjósendur á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 29. október 2016.

Á kjörskrárstofnum sem ÞÍ hefur unnið vegna alþingiskosninganna 29. október 2016, eru 246.515 kjósendur og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Konur eru 123.627 en karlar 122.888. Í endanlegri tölu kjósenda á kjörskrá, sem birt verður í skýrslu um kosningarnar, verður tekið tillit til tölu látinna og þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofnar voru unnir, svo og breytinga sem verða á kjörskrá vegna leiðréttinga.

Við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013 voru 237.807 kjósendur á kjörskrá og nemur fjölgunin 8.708 eða 3,7%. Kjósendur á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningarnar 2013 voru 237.957 og miðað við þá tölu fjölgar kjósendum um 3,6%.

Kjósendur á kjörskrárstofni nú með lögheimili erlendis eru 13.841 eða 5,6% kjósendatölunnar og hefur þeim fjölgað um 1.084 frá síðustu alþingiskosningum eða um 8,5%. Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 7.474 eða 3,3%.
Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 15.743 eða 6,4% af kjósendatölunni. 

Kjörskrárstofn í tölum vegna alþingiskosninga 2016
Kosningavefur innanríkisráðuneytis

Vakin er athygli á því að Hagstofa Íslands gefur út endanlegar kosningaskýrslur. Tölulegar upplýsingar í kjörskrárstofni endurspegla ekki endanlega kjörskrá.