Talnaefni vegna sveitarstjórnarkosninga 2018

Á kjörskrárstofnum, sem Þjóðskrá Íslands vann vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 er heildarfjöldi kjósenda 248.025, konur eru heldur fleiri eða 124.207 en karlar 123.818.

Erlendir ríkisborgarar á kjörskrárstofni, Norðurlandabúar búsettir hér á landi í 3 ár eða lengur og ríkisborgarar annarra landa búsettir hér á landi í 5 ár eða lengur, eru alls 11.680. Erlendir karlar eru heldur fleiri eða 6.050 og erlendar konur 5.630.

Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var heildarfjöldi kjósenda á kjörskrárstofni 239.810. Þar af voru 10.183 erlendra ríkisborgara, 5.221 karl og 4.962 konur.   
Fjöldi sveitarfélaga á landinu í báðum fyrrgreindum kosningum voru 74.

 

Kjörskrárstofn í tölum vegna sveitarstjórnarkosninga 2018
Kosningavefur stjórnarráðsins

Vakin er athygli á því að Hagstofa Íslands gefur út endanlegar kosningaskýrslur. Tölulegar upplýsingar í kjörskrárstofni endurspegla ekki endanlega kjörskrá.