Andlát
Andlát
Við andlát fá aðstandendur hins látna afhent dánarvottorð frá lækni sem afhenda þarf á skrifstofu sýslumanns í umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili. Sýslumaður áframsendir dánarvottorðið til Þjóðskrár Íslands sem skráir viðkomandi einstakling látinn í þjóðskrá.
Þar sem mikilvægt er að skráningu í þjóðskrá sé breytt eins fljótt og unnt er þarf að afhenda sýslumanni dánarvottorð sem fyrst.
Í tilvikum erlendra ríkisborgara sem andast hér á landi en eru ekki skráðir í þjóðskrá (t.d. ferðamenn) þá sendir sýslumaður dánarvottorð til Þjóðskrár Íslands.
Hafi barn látist skömmu eftir fæðingu þá er barnið skráð í þjóðskrá samkvæmt fæðingartilkynningu frá heilbrigðisstofnun og skráð látið á grundvelli dánarvottorðs frá sýslumanni. Foreldrar barnsins geta tilkynnt um nafn barnsins og feðrað ef við á, sjá nánar skráning barns.Beri andlát að erlendis eiga aðrar reglur við vegna þess að erlend stjórnvöld sjá ekki um að tilkynna andlát til íslenskra stjórnvalda. Þá þurfa aðstandendur að koma gögnum sem staðfesta andlát einstaklings til skrifstofu sýslumanns eða til Þjóðskrár Íslands.
Hafi hinni látni átt lögheimili á Íslandi þarf að afhenda dánarvottorð á skrifstofu sýslumanns í því umdæmi sem hinn látni átti lögheimili. Sýslumaður áframsendir dánarvottorðið til Þjóðskrár Íslands sem skráir viðkomandi einstakling látinn í þjóðskrá.
Hafi hinn látni átt lögheimili erlendis þegar hann lést þurfa aðstandendur að afla gagna sem staðfesta andlát hins látna og kom til þeim til Þjóðskrár Íslands til skráningar.
Hafi einstaklingur horfið getur aðstandandi óskað eftir því að hann verði úrskurðaður látinn fyrir dómi. Skilyrði þess er að það hafi að minnsta kosti 3 ár liðið frá því að síðast spurðist til einstaklingsins. Í tilvikum þar sem sýnt er að einstaklingur hafi horfið vegna slyss eða náttúruhamfara t.d. þegar skip hefur farist þá er unnt að óska eftir úrskurði dómstóls innan fjögurra mánaða.
Þjóðskrá Íslands fær dóma um horfna einstaklinga frá dómstólum og skráir andlát samkvæmt þeim.
Barn sem fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu er skráð í sérstaka skrá á grundvelli tilkynningar frá heilbrigðisstofnun. Barnið fær ekki kennitölu í þjóðskrá heldur kerfiskennitölu m.a. vegna skráningar í fæðingarskrá Landlæknisembættisins.