Hjúskaparstaða

Hjúskapur og sambúð

 • Tilkynningar um hjónavígslur berast frá forstöðumönnum trúfélaga eða þeirra sem starfa í umboði þeirra, prestum eða sýslumönnum til skráningar í þjóðskrá. Ef gengið er í hjúskap erlendis þarf að skila til Þjóðskrá Íslands frumriti af hjónavígsluvottorði. Sjá: Kröfur til skjala

  Panta vottorð vegna hjónavígslu

 • Tilkynningar um skilnað að borði og sæng og lögskilnað berast frá sýslumönnum eða dómstólum. Ef gengið er frá skilnaði að borði og sæng og lögskilnaði erlendis þarf að skila til Þjóðskrár Íslands frumriti af gögnum. Sjá: Kröfur til skjala.

   
 • Fólk sem er í samvistum og er með sama lögheimili en er ekki gift eða í óupplýstri hjúskaparstöðu getur skráð sig í sambúð. Skráningardagur í Þjóðskrá miðast samkvæmt lögum ávallt við móttöku dagsetningu beiðnar. Ekki er hægt að skrá erlenda ríkisborgara með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð. Til þess að unnt sé að skrá fólk með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð þá þarf viðkomandi að upplýsa um hjúskaparstöðu með viðeigandi skjölum, t.d. hjúskaparstöðuvottorð frá heimalandi. Erlend hjúskaparstöðuvottorð mega ekki vera eldri en 6 mánaða. Sjá: Kröfur til skjala.

  Engin heildarlög gilda um skráða sambúð í þjóðskrá og það fer eftir aðstæðum og málaflokkum hver réttindi sambúðarfólks eru. Skráð sambúð í þjóðskrá hefur meðal annars áhrif á skráningu faðernis og forsjá barna í þjóðskrá. Sjá: Skráning barns

  Sambúð - skráning

  Sambúð - staðfesting

 • Ef einstaklingar sem skráðir eru í sambúð í þjóðskrá flytja á sitthvort lögheimili með því að tilkynna um flutning þá slitnar sambúð sjálfkrafa. Ef einstaklingar eiga hins vegar börn saman þá er þeim skylt að ákvarða hvernig fari með forsjá barns eða barna áður en sambúð er slitið og lögheimili breytt. Aðilar þurfa að leita til sýslumanns til þess að gera samkomulag um forsjá og lögheimili barns eða barna. Sýslumaður sendir staðfest samkomulag til Þjóðskrár Íslands sem skráir sambúðarslit, breytir lögheimili ef við á og skráir ákvörðun um forsjá barns eða barna. 

  Nánari upplýsingar á vef sýslumanna

  Nánar um foreldra og forsjá

 • Einstaklingar sem vilja breyta skráningu í þjóðskrá úr staðfestri samvist í hjúskap geta gert svo með því að senda inn beiðni um slíkt undirritaða af báðum aðilum. Ekki þarf að fylla út sérstakt eyðublað.

  Athugið að skráð sambúð og staðfest samvist er ekki það sama. Staðfest samvist á við samkynhneigða einstaklinga sem höfðu ekki heimild lögum samkvæmt til að ganga í hjónaband, en gátu þess í stað fengið samvist sína staðfesta.

Hjónavígsluvottorð

Hjúskaparstöðuvottorð

Athugið

01

Tilkynningar um hjúskap  berast frá athafnastjórum, trúfélögum eða sýslumönnum til skráningar

02

Sambúð er aldrei  skráð afturvirkt. Hún miðast við móttöku tilkynningar um skráningu sambúðar

03

Ef einstaklingar eiga börn saman,  þarf að ákvarða forsjá barna áður en hægt er að slíta sambúð

04

Ef gengið er í hjúskap  eða skilið í útlöndum skal skila viðeigandi gögnum til Þjóðskrár Íslands