Athugið!
Fullt nafn einstaklinga er skráð í þjóðskrá og eru engin takmörk á lengd nafns. Fullt nafn birtist í vegabréfi, nafnskírteini, fæðingarvottorðum og öðrum vottorðum útgefin af Þjóðskrá.

Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni ef við á og kenninafni/nöfnum. Jafnframt er ávallt skráð miðlað nafn sem er takmarkað við 31 stafbil og er það nafn sem er miðlað áfram til þjónustuveitenda og er það nafn sem opinberir aðilar og einkaaðilar sjá í sínum kerfum. Auk þess er skráð svokallað birtingarnafn sem er 44 stafbil fyrir þjónustuveitendur sem dreifa því nafni.

Dæmi:

  • Fullt nafn: Sigurður Jón Hafnfjörð Hróbjartsson Margrétarson (48 stafbil)
  • Eiginnafn/nöfn: Sigurður Jón
  • Millinafn: Hafnfjörð
  • Kenninafn/nöfn: Hróbjartsson Margrétarson
  • Birtingarnafn: Sigurður Jón H. Hróbjartsson Margrétarson (41 stafbil)
  • Miðlað nafn: Sigurður Jón H. H. Margrétarson (31 stafbil)

Nafn ekki til á mannanafnaskrá, hvað þá?

Mannanafnanefnd heyrir undir dómsmálaráðuneytið, en ekki Þjóðskrá. Til þess að einfalda umsóknarferli um nafnbreytingu vegna nafns sem ekki er á skrá þá hefur Þjóðskrá milligöngu um öll erindi sem nefndin á að fjalla um.

Greiða þarf fyrir umfjöllun nefndarinnar.

Nafnið mitt

Skoða fullt nafn á mínum síðum á Ísland.is

Sjá nánar á Ísland.is

Meginreglur um mannanöfn

Skoða nánar reglur um mannanöfn

Nánar um reglur

Mannanöfn á Ísland.is

Nafngiftir, íslensk nöfn og nafnareglur

Nánar um mannanöfn

Ítarefni

Ítarefni um nafnritun og erlenda stafi

Sjá nánar