Skráning barns

Barnið mitt í þjóðskrá

  • Tilkynning um fæðingu berst frá heilbrigðisstofnun eða ljósmóður til Þjóðskrár Íslands.
  • Börn fædd á Íslandi eru skráð í þjóðskrá.
  • Upplýsingar um foreldra barns eru skráðar. Móðir barns er skráð samkvæmt upplýsingum á fæðingartilkynningu. Ef móðir er í hjúskap eða í skráðri sambúð með lýstum föður þá er maki skráður faðir barns. Barnið er þá sjálfkrafa kennt til föður við skráningu í þjóðskrá. Séu mæður tvær og í hjúskap eða skráðri sambúð, þá gilda aðrar reglur, sjá Foreldrar og forsjá hér neðar. Ef móðir er ekki í hjúskap/skráðri sambúð við fæðingu barns þá telst barn ófeðrað. Móður er skylt að feðra barn sitt, sjá nánar Skráning foreldra hér neðar.
  • Upplýsingar um forsjármenn barns eru skráðar. Sé móðir í hjúskap eða skráðri sambúð með lýstum föður þá er hún og maki skráð með sameiginlega forsjá við fæðingu. Ef móðir er hvorki í hjúskap né skráðri sambúð með lýstum föður við fæðingu barns þá fer hún ein með forsjá barns. Forsjá breytist ekki sjálfkrafa þótt barn sé feðrað síðar, 
  • Nafngjöf barns. Skylt er að gefa barni nafn áður en það verður 6 mánaða gamalt, sjá nánar.
 • Er barnið íslenskur ríkisborgari?

  Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis geta óskað eftir að fá börn sín skráð í þjóðskrá. Ef vafi er um hvort foreldri er íslenskur ríkisborgari er kallað eftir gögnum sem staðfesta ríkisfang foreldris. 

  Skráning í þjóðskrá.

  Séu foreldrar barns íslenskir ríkisborgarar er sótt um skráningu þess í þjóðskrá með því að fylla út eyðublað A-170 Beiðni um skráningu barns sem fætt er erlendis í þjóðskrá. Athugið! Hafi íslenskur, ógiftur karlmaður eignast barn erlendis fyrir 1. júlí 2018 með erlendum ríkisborgara, þá þarf að sækja um skráningu barnsins hjá Útlendingastofnun. Útlendingastofnun sendir í þeim tilvikum beiðni um skráningu í þjóðskrá þegar búið er að staðfesta ríkisfang barns. Öll fylgiskjöl tilgreind á eyðublaðinu verða að fylgja beiðninni og uppfylla kröfur til erlendra skjala. Fæðingarvottorð þurfa að vera gefin út af skráningaraðilum í viðkomandi landi. Á vottorðinu eiga að koma fram upplýsingar um fæðingardag barns, nöfn foreldra og nafn barns. Vottorð frá sjúkrahúsi er ekki fullnægjandi. Í sumum tilvikum eru fæðingarvottorð ekki fullnægjandi og áskilur Þjóðskrá Íslands sér þá rétt til þess að óska eftir frekari gögnum um barnið, t.d. um sjúkrahúsvist móður, fæðingarskýrslu, um mæðraskoðun eða önnur hliðstæð gögn sem Þjóðskrá Íslands telur fullnægjandi. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru fædd í Bandaríkjunum, Indlandi eða Úkraínu, en getur þó átt við í fleiri tilvikum eftir atvikum.

  Upplýsingar um foreldra barns eru skráðar.

  Móðir barns er skráð samkvæmt upplýsingum á fæðingarvottorði. Ef nafn föður kemur ekki fram á fæðingarvottorði þá er barn ófeðrað í þjóðskrá, nema frekari gögn berist. Séu mæður tvær og í hjúskap þá þarf gögn sem sýna fram á hvor ól barnið.

  Upplýsingar um forsjármenn barns eru skráðar.

  Sé móðir í hjúskap með skráðum föður barns þá eru þau skráð með sameiginlega forsjá við fæðingu. Annars er ekki tekin afstaða til forsjár nema barn flytji til Íslands og lögð séu fram gögn um forsjá barns, sjá skráning á forsjá barna.

  Nafngjöf barns fætt erlendis.

  Nafn barns  er skráð í þjóðskrá eins og það er skráð á fæðingarvottorði.  Ef barni hefur ekki verið gefið nafn þegar skráning fer fram þarf að senda fæðingarvottorð aftur eða önnur gögn frá þar til bæru stjórnvaldi erlendis sem staðfesta skráningu á nafni barns. Ef lögheimili barns er á Íslandi þarf nafn þess að uppfylla skilyrði laga um mannanöfn, nr. 45/1996. Sjá nánar: Nöfn

  Barn ættleitt erlendis frá

  Kjörforeldrar tilkynna barn í þjóðskrá eftir komuna til Íslands. Útfylla þarf eyðublað A-170 Beiðni um skráningu barns sem fætt er erlendis í þjóðskrá. Tilgreina þarf flutningsdag til Íslands og leggja fram þau fylgiskjöl sem óskað er eftir á eyðublaði. Við skráningu í þjóðskrá er barn skráð á lögheimili kjörforeldra og jafnframt tengt við fjölskyldunúmer þeirra. Nafn og ríkisfang barns er skráð samkvæmt fæðingarvottorði og vegabréfi. Þegar sýslumaður hefur gefið út staðfestingu á ættleiðingu er ríkisfangi barns breytt ásamt nafni ef óskað hefur verið eftir nafnbreytingu. Kjörforeldrar verða jafnframt skráðir með forsjá barns. 

Foreldrar og forsjá

Þjóðskrá Íslands skráir hver eða hverjir teljast foreldrar barns og hver fari með forsjárskyldur þess. Upplýsingum um tengsl á milli barna og foreldra auk forsjáraðila eru aðgengilegar á Mínum síðum á Ísland.is

 • Skráning á hverjir teljast foreldri barns byggist m.a. á fæðingartilkynningum, hjúskaparstöðu móður, faðernisviðurkenningum, dómum um faðerni, ættleiðingarskýrslum og erlendum fæðingarvottorðum. 

  Öll börn eru tengd við kennitölu móður sinnar á grundvelli upplýsinga á fæðingartilkynningu eða -vottorði. Samkvæmt barnalögum er móður skylt að feðra barn sitt. Samkvæmt ákvæðum barnalaga tilkynnir Þjóðskrá Íslands sýslumanni um ófeðruð börn 6 mánaða og eldri.

  Móðir barns er í hjúskap eða skráðri sambúð í þjóðskrá.

  Móðir barns er skráð samkvæmt upplýsingum á fæðingartilkynningu. 

  Feðrun

  Þegar móðir barns er í hjúskap eða skráðri sambúð með lýstum föður í þjóðskrá er eiginmaður hennar eða sambýlismaður skráður faðir barns samkvæmt ákvæðum barnalaga. Ef faðir er annar en maki móður þarf að fara fram véfenging á faðerni barns fyrir dómi áður en unnt er að feðra barn öðrum manni.

  Tvær mæður í hjúskap eða skráðri sambúð. 

  Leggja þarf fram skjal sem staðfestir að getnaður hafi farið fram samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun o.fl. Vert er að undirstrika að ástæða þess að Þjóðskrá Íslands kallar eftir framangreindum upplýsingum er svo unnt sé að framfylgja barnalögum nr. 76/2003 um skráningu foreldra barns. Mæður geta sjálfar skilað inn slíku skjali eða veitt Þjóðskrá Íslands umboð til að afla þess.

  Eignist kona, í hjónabandi eða skráðri sambúð, barn sem ekki er getið við tæknifrjóvgun samkvæmt lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun o.fl., t.d. með tæknifrjóvgun sem fer fram erlendis, eiga almennar reglur barnalaga um faðerni við.

  Foreldrar eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð

  Ófeðrað barn verður feðrað með því að

  • Faðernisviðurkenning með því að skila inn eyðublaði A-154 til Þjóðskrár Íslands.
  • Faðernisviðurkenningu hjá sýslumanni sem sendir staðfestingu á faðerni til Þjóðskrár Íslands
  • Hjúskapur eða skráð sambúð. Ef móðir og maður sem hún hefur lýst sem föður barns ganga í hjúskap eða skrá sambúð sína þá verður barn sjálfkrafa feðrað. Forsjá barns verður jafnframt sameiginleg, sjá forsjá barns.

  Barn einhleyprar konu sem getið er með tæknifrjóvgun á Íslandi, samkvæmt lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun o.fl., verður ekki feðrað samkvæmt barnalögum. Í tilfellum sem þessum þarf móðir barns að leggja fram staðfestingu um tæknifrjóvgun innan 6 mánaða frá fæðingu barns. Mæður geta sjálfar skilað inn slíku skjali eða veitt Þjóðskrá Íslands umboð til að afla þess. Ef staðfesting berst ekki innan tilskilins tíma þá tilkynnir Þjóðskrá Íslands sýslumanni um ófeðrað barn sbr. ákvæði barnalaga.

 • Sýslumaðurinn í Reykjavík sendir Þjóðskrá Íslands útgefin ættleiðingarleyfi til skráningar. Þjóðskrá Íslands skráir upplýsingar um foreldra barns á grundvelli ættleiðingarleyfisins. Upplýsingar um þá sem áður töldust foreldrar barns eru jafnframt skráðar á grundvelli upprunagagna þ.e. tilkynningar um fæðingar. Í tilvikum þar sem barn er fætt erlendis þurfa kjörforeldrar jafnframt að skrá barn í þjóðskrá, sjá nánar Barn fætt erlendis hér fyrir ofan.

 • Þjóðskrá Íslands skráir forsjá barna á grundvelli hjúskaparstöðu foreldra við fæðingu og breytingu á forsjá á grundvelli gagna sem stofnuninni berast til skráningar samkvæmt lögum t.d. gögnum um hjúskapar- eða samvistarslit foreldra, samkomulag foreldra um forsjá barns, dómum og erlendum gögnum. 

  Þjóðskrá Íslands gefur út vottorð um forsjá barna. Upplýsingar um skráða foreldra baran sinna geta foreldrar fundið á Mínum síðum á Ísland.is

  Við fæðingu

  Sé móðir í hjúskap eða skráðri sambúð með lýstum föður þá eru hún og maki skráð með sameiginlega forsjá við fæðingu, annars fer hún ein með forsjá barns eða þar til lögð eru inn gögn sem staðfesta breytta forsjá.

  Breytingar á forsjá barns

  • Forsjá barns verður sjálfkrafa sameiginleg ef skráðir foreldrar þess ganga í hjúskap eða skrá sig í sambúð eftir fæðingu þess.
  • Forsjá barns verður ekki sameiginleg á grundvelli faðernisviðurkenningar né við það að foreldrar búi á sama lögheimili.
  • Sýslumenn og dómstólar tilkynna Þjóðskrá Íslands um hverjir fara með forsjá barns samkvæmt samkomulagi eða dómi.
  • Forsjá á grundvelli erlendra gagna

  Sameiginleg forsjá foreldra ekki í hjúskap eða skráðri sambúð

  Í tilvikum þar sem forsjá er sameiginleg þarf lögum samkvæmt að tilgreina hver telst lögheimilisforeldri barns. Tilgreining lögheimilisforeldris er gert samhliða ákvörðun um forsjá barns hjá sýslumanni eða dómstólum.

  Foreldrar með sameiginlega forsjá sem búa ekki saman og vilja flytja lögheimili barns frá öðru foreldrinu til hins, þurfa að leita eftir staðfestingu sýslumanns á samningnum. Sýslumaður sendir staðfestan samning til Þjóðskrár Íslands til skráningar.

  Lögheimili barns á vef sýslumanna

  Búseta barns erlendis

  Sé lögheimili barns skráð erlendis, eða hefur verið skráð erlendis í einhvern tíma, getur það haft áhrif á skráningu forsjár í íslensku þjóðskrána. Svo hægt sé að skrá forsjá barns sem býr/hefur búið erlendis þá þurfa forsjáraðilar að koma forsjárgögnum að utan til Þjóðskrár Íslands. Þar til slík gögn berast getur verið að forsjá þessara barna sé skráð „forsjá ekki ákvörðuð hér og nú“, sem merkir að ekki sé hægt að staðfesta forsjá barnsins og því ekki hægt að skrá hana. Sé það tilfellið þá er hægt að fá forsjá barns skráða með því að skila inn forsjárgögnum frá fyrra búsetulandi. Dæmi um forsjárgögn eru forsjárvottorð, persónuvottorð barns þar sem forsjá þess er tiltekin, dómsúrskurðir eða önnur gögn þar sem forsjárskipan barns er tilgreind. Göng um forsjá mega ekki vera eldri en sex mánaða þegar þeim er skilað inn. Þjóðskrá Íslands hvetur forsjáraðila.

  Þjóðskrá Íslands hvetur til þess að forsjárgögnum, frá landi sem flutt er frá, sé skilað til stofnunarinnar þegar tilkynnt er um flutning barns til Íslands. Með því er hægt að skrá forsjá barns strax við heimkomu og einfaldar það meðal annars vottorða-og vegabréfaútgáfu og aðrar skráningar sem varða barnið og hagi þess.

   
 • Fjölskyldunúmer í þjóðskrárkerfinu virkar á þann hátt að hver fullorðinn einstaklingur hefur sitt eigið fjölskyldunúmer í þjóðskrá, nema ef viðkomandi er giftur eða í sambúð, þá hafa þeir einstaklingar sameiginlegt fjölskyldunúmer, sem er kennitala þess sem eldri er. Börn tengjast fjölskyldunúmeri þess fullorðna einstaklings sem þeir búa hjá, þ.e. þeim fullorðna einstakling sem barn er skráð með lögheimili hjá, og ef um er að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem eru í skráðri sambúð eða hjúskap þá hefur barnið sameiginlegt fjölskyldunúmer þeirra. Eftir að einstaklingur nær 18 ára aldri þá slitna öll tengsl hans við fyrra fjölskyldunúmer og kennitala viðkomandi verður fjölskyldunúmer hans. 

  Fjölskyldunúmerinu var aldrei ætlað að veita upplýsingar um hverjir væru foreldrar barns né hverjir fara með forsjá þess. Sjá nánar um fjölskyldunúmer.

Athugið

01

Ef barn fæðist á Íslandi  berst tilkynning um fæðingu frá heilbrigðisstofnun eða ljósmóður til ÞÍ