Allt um eignina mína

Hvernig er eignin mín skráð?

 • Hér er hægt að skoða skráningarupplýsingar eigna ásamt staðsetningu þeirra á loftmynd. Sláðu inn heiti eignarinnar, fasteignanúmer hennar eða landeignarnúmer.

  Vefsjá landeigna hefur að geyma upplýsingar um afmörkun landeigna og framsetningu á loftmynd.

 • Allar breytingar á skráningu land- og fasteigna hefjast með því að þú hefur samband við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa þess sveitarfélags þar sem eignin er staðsett.

  Nánari upplýsingar má nálgast hér.

  Einnig má nálgast ýmsan fróðleik og skýrslur hér

 • Fasteignamat er það gangverð sem ætla má að eign hafi haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði ár hvert.

  Hægt er að skoða fasteignamat á forsíðu með því að slá inn götuheiti, fasteignanúmer eða landnúmer eignar.                  

  Nánari upplýsingar má nálgast hér

 • Húseiganda er skylt að óska eftir brunabótamati nýrrar húseignar ekki síðar en fjórum vikum eftir að hún er tekin í notkun. Hér má nálgast beiðni um brunabótamat

  Tilgangur brunabótamats er að finna út vátryggingarfjárhæð húseigna og er það uppfært mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu.

  Nánari upplýsingar má nálgast hér

 • Upplýsingar um það fást hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Ef eignaskiptayfirlýsing er ekki fyrir hendi eða hún er ófullnægjandi þarf að halda húsfund um málið og taka ákvörðun um að láta gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið.

  Nauðsynlegt er að húsfélög í þeim fjöleignarhúsum sem enn hafa ekki látið gera eignaskiptayfirlýsingu eða þar sem eignaskiptasamningur er ófullnægjandi bregðist skjótt við og láti sem fyrst gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið svo koma megi í veg fyrir tafir og erfiðleika í fasteignaviðskiptum.

 • Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gjörningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarðar hlutdeild hvers eiganda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er m.ö.o. skjal sem kveður á um skiptingu fjöleignarhúss í eignarhluta. Hverjum séreignarhluta er lýst og tilgreint hvað honum fylgir sérstaklega. Þá kemur fram hvaða hlutar húss séu í sameign og hvort sú sameign tilheyri öllum eigendum eða einungis sumum og þá hverjum. Þá er kveðið á um atriði eins og hlutfallstölur, kvaðir, réttindi til bílskúra, bílastæða og byggingar. Eignaskiptayfirlýsing er því aðalheimildin um skiptingu fjöleignarhúss í séreign og sameign og getur komið í veg fyrir margvíslegan ágreining milli eigenda.

  Eignaskiptayfirlýsingu er þinglýst og á grundvelli hennar ganga eignarhlutar kaupum og sölum, eru veðsettir, kvaðabundnir, á þá lögð opinber gjöld, tilteknum kostnaði í húsinu skipt niður, vægi atkvæða metið á húsfundum í vissum tilvikum o.fl.

 • Þeir einir mega gera eignaskiptayfirlýsingar sem lokið hafa prófi í gerð eignaskiptayfirlýsinga og fengið til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðuneytis. Eftir að eignaskiptayfirlýsing hefur verð gerð þurfa eigendur að undirrita hana, byggingarfulltrúi þarf að staðfesta hana og að lokum er henni þinglýst.

  Listi með nöfnum á þeim aðilum sem hafa leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.

 • Staðfang er í sinni einföldustu mynd heimilisfang með hnitpunkti. Staðföng geyma upplýsingarnar sem leiðsögutæki nota til að vísa okkur veginn. Auk þess að vera mikilvægir fyrir einstaklinga og fyrirtæki þá treystir neyðarþjónustan í landinu á að punktarnir séu sem réttastir. Þú getur skoðað staðsetningu staðfangsins heima hjá þér á forsíðunni með því að slá inn heimilisfang og velja “skoða á loftmynd”. Sendu okkur línu ef eitthvað þarf að laga á land@skra.is

  Reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017

Athugið

01

Hægt er að skoða  skráðar upplýsingar um allar fasteignir

02

Skipulags- og byggingarfulltrúi  sér um alla skráningu land- og fasteigna

03

Húseigendum ber að óska eftir brunabótamati  þegar eign er tekin í notkun