Ég er EES/EFTA ríkisborgari

Ég er EES/EFTA ríkisborgari

 • Ef þú ert EES/EFTA ríkisborgari eða norðurlandabúi sem er að fara vinna á Íslandi í skemur en 3 mánuði og vinnuveitandi þinn greiðir launatengd gjöld vegna starfa þinna hér á landi þá mun hann sækja um kerfiskennitölu fyrir þig. Skattkort er útgefið í kjölfar útgáfu á kerfiskennitölu. Þú getur ekki sótt sjálf/ur um kerfiskennitölu. Kerfiskennitala veitir þér engin réttindi á Íslandi og staðfestir ekki rétt til dvalar.

  Um kerfiskennitölur

 • Sem EES eða EFTA ríkisborgari þá máttu koma til Íslands og dvelja í allt að þrjá mánuði án skráningar. Ef þú ert hér í atvinnuleit þá máttu dvelja hér í allt að sex mánuði án skráningar. Tímabilið þrír og sex mánuðir reiknast frá komudegi til landsins.

  • Þú þarft að sækja um staðfestingu um rétt til dvalar umfram þrjá mánuði á Íslandi. Það gerir þú með því að fylla út  eyðublað A-270 og skila því inn ásamt öllum nauðsynlegum gögnum. Þetta er rafrænt eyðublað sem hægt er a fylla út og staðfesta áður en komið er til landsins. Þegar komið er til landsins þarf að koma á skrifstofu Þjóðskrár Íslands eða á skrifstofu viðkomandi lögregluembættis og framvísa vegabréfi og öðrum gögnum. 
  • Athugið að umsókn um lögheimilisskráningu er ekki tekin til frekari vinnslu fyrr en umsækjandi mætir í eigin persónu á móttökustað og framvísar vegabréfi og öðrum gögnum.
  • Þú þarft að leggja fram gögn sem staðfesta að þú uppfyllir skilyrði til dvalar umfram þrjá mánuði. Það fer eftir ástæðu umsóknar hvaða gögnum þarf að skila inn og á umsókn kemur skýrt fram hvaða gögn um ræðir.
  • Þú þarft að sýna fram á að þú getir framfleytt þér í að minnsta kosti þrjá mánuði miðað við lágmarksframfærsluviðmið
  • Ef þú uppfyllir skilyrði um dvöl á Íslandi umfram þrjá mánuði þá færðu sent skráningarvottorð í tölvupósti og ert skráð/ur í þjóðskrá með lögheimili á Íslandi.
  • Skráningardagur lögheimilis miðast við móttöku fullnægjandi umsóknar.
  • Mikilvægt er að upplýsingar um þig séu réttar í þjóðskrá þar sem réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er að mestu leiti háð skráningu í þjóðskrá. Kennitala án lögheimilisskráningar á Íslandi veitir takmörkuð réttindi. 

  Ég er með vinnu

  Ég ætla að framfleyta mér sjálf/ur

  Ég er á framfæri fjölskyldumeðlims

  Ég er nemandi

  Au-Pair eða sjálfboðaliði

  Framfærsluviðmið