Vísitölur íbúða- og leiguverðs

 
Athugið

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.

 
Athugið

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetningu. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 6 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 12 mánuði.

Vísitala leiguverðs byggir á þinglýstum leigusamningum. Hafa verður í huga að alls ekki öllum leigusamningum er þinglýst og ekki er víst að úrtakið gefi óbjagaða mynd af þróun leiguverðs. HMS hefur nú tekið í notkun leiguskrá í húsnæðisgrunni sínum. Því má búast við að þinglýstum leigusamningum fækki og þar með verði enn meiri hætta á að vísitala byggð á þinglýstum samningum gefi ekki rétta mynd af verðþróun. Þegar reynsla verður komin á skráningu í grunninn mun HMS nýta upplýsingar úr húsnæðisgrunni til að endurskoða aðferðir við útreikning á vísitölu leiguverðs..