Breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild 2. ársfjórðungur 2017

03.11.2017

Breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild 2. ársfjórðungur 2017

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um breytingar á skráningu einstaklinga í þjóðskrá úr einu trú- eða lífsskoðunarfélagi í annað á tímabilinu 1. apríl til 30. júní 2017. Tölurnar taka til allra skráðra einstaklinga óháð lögheimili, hvort heldur einstaklingur er búsettur á Íslandi eða erlendis. Tölurnar veita upplýsingar um fjölda skráðra breytinga á grundvelli tilkynninga sem berast til Þjóðskrár Íslands. Þar sem skráningin byggir einungis á tilkynningum til þjóðskrár þarf hún ekki að endurspegla trúarskoðanir einstaklinga. Vert er að benda á að skráning erlends ríkisborgara eða barns úr stöðunni ótilgreint trúfélag (óupplýst) í tiltekið trú- eða lífsskoðunarfélag telst til breytinga.

Þann 13. febrúar 2013 tóku gildi breytingar á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999, (lífsskoðunarfélög, aðild barna að skráðum trú- eða lífsskoðunarfélögum o.fl.). Þessar lagabreytingar miðuðu að því að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á við stöðu skráðra trúfélaga. Á vef innanríkisráðuneytisins er að finna lista yfir skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Verklag við skráningu á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild var breytt í kjölfar gildistöku lagabreytinganna sem m.a. hafði þau áhrif að einstaklingum með stöðuna ótilgreint trú- eða lífsskoðunarfélag hefur fjölgað. Meginbreytingin var að börn eru nú skráð í ótilgreint trúfélag við fæðingu ef foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá eru í sitthvoru trú- eða lífskoðunarfélaginu. Jafnframt er skráning erlends ríkisborgara úr stöðunni ótilgreint í tiltekið trú- eða lífsskoðunarfélag á grundvelli tilkynningar frá honum nú talin til breytinga.

Hér fylgja nokkrar töflur með greiningu á breytingum sem hafa orðið á tímabilinu. 

Úr Þjóðkirkjunni gengu 163 fleiri en í hana á tímabilinu. Í fríkirkjurnar þrjár gengu 55 fleiri en úr þeim og 144 fleiri í önnur trúfélög en úr þeim. Í lífsskoðunarfélagið Siðmennt gengu 55 fleiri en úr því. Nýskráðir utan félaga voru 208 fleiri en gengu í félög eftir að hafa verið utan félaga og í ótilgreint trúfélag voru 299 færri skráðir en fluttust úr þeim flokki.

Breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild skráðar 1. apríl-30. júní 2017 

Fyrri félagsaðild
Ný félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreint
Alls 1003 336 54 216 5 74 318
Þjóðkirkjan 173 24 43 27 79
Fríkirkjur 109 71 7 6 1 5 19
Önnur trúfélög 360 57 11 54 2 24 212
Lífsskoðunarfélög 60 21 4 15 18 2
Utan félaga 282 172 8 94 2 6
Ótilgreint 19 15 4

Miðað er við vinnsludag. 
Fríkirkjur: Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn í Reykjavík, Fríkirkjan í Hafnarfirði.

Til þess að taka dæmi úr töflunni hér fyrir ofan þýða tölurnar að alls gengu 336  úr þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. apríl til 30. júní 2017. Af þeim 336 sem gengu úr þjóðkirkjunni skráði 71 sig í fríkirkjur. Á sama tíma gengu 173 í þjóðkirkjuna, þar af voru 24 áður í fríkirkjum.

Eftirfarandi töflur eru yfirlit um fjölda þeirra sem skiptu um trú- eða lífsskoðunarfélag á 2. ársfjórðungi 2017, annars vegar eftir því í hvaða félag þeir gengu og hinsvegar úr hvaða félagi þeir komu.

Flokkað eftir kyni

Ný félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreind
Karlar 16 ára og eldri 406 32 32 157 30 144 11
Konur 16 ára og eldri 384 47 42 136 27 126 6
Börn 15 ára og yngri 213 94 35 67 3 12 2
Fyrri félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreind
Karlar 16 ára og eldri 406 152 22 103 3 43 83
Konur 16 ára og eldri 384 160 24 82 1 24 93
Börn 15 ára og yngri 213 24 8 31 1 7 142

Flokkað eftir fæðingarári

Ný félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreint
Alls 836 95 85 310 58 271
1940 og fyrr 4 2 1 1
1941-1945 1 1
1946-1950 12 3 8 1
1951-1955 26 6 5 5 9 1
1956-1960 28 2 7 8 3 8
1961-1965 29 3 3 15 1 5 2
1966-1970 48 8 10 22 3 4 1
1971-1975 61 9 16 23 2 9 2
1976-1980 84 14 11 38 6 15
1981-1985 109 12 9 52 6 29 1
1986-1990 143 9 6 54 16 55 3
1991-1995 168 10 4 52 16 84 2
1996-2000 77 3 1 14 3 51 5
2001-2005 46 16 11 17 1 1
2006-2010 31 8 3 16 1 3
2011-2015 36 7 6 15 6 2
2016 100 63 15 19 1 2
Fyrri félagsaðild Alls Þjóðkirkjan Fríkirkjur Önnur skráð trúfélög Lífssk.félög Utan félaga Ótilgreint
Alls 903 332 52 209 5 72
1940 og fyrr 4 3 1
1941-1945 1 1
1946-1950 12 4 4 2 2
1951-1955 26 12 4 6 4
1956-1960 28 16 3 6 1 2
1961-1965 29 11 4 6 2 6
1966-1970 48 12 5 8 10 13
1971-1975 61 26 5 10 2 6 12
1976-1980 84 19 2 25 1 9 28
1981-1985 109 27 6 29 1 9 37
1986-1990 143 54 2 34 0 15 38
1991-1995 168 78 7 44 0 10 29
1996-2000 77 49 4 15 0 1 8
2001-2005 46 13 3 7 0 3 20
2006-2010 31 3 2 9 0 2 15
2011-2015 36 4 1 8 1 22
2016 100 4 2 7 2 85

Smelltu hér til þess að skoða gögnin í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið „Save target/link as“ og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.

 


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands út desember 2020.

Skoða nánar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?