Þjóðskrá16. mars 2018

Hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitafélögum

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 7. mars 2018. Hlutfall erlendra ríkisborgara er misjafnt milli sveitarfélaga eða frá tæpum 35% niður í 0%. Að jafnaði er hlutfallið um 11%. Flestir erlendir ríkisborgarar eru skráðir með búsetu í Mýrdalshreppi eða alls 34,9% íbúa hreppsins. Alls eru nú í marsmánuði 222 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu í Mýrdals-hreppi af alls 637 íbúum hreppsins. Næsthæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem  30% íbúa eru með erlent ríkisfang. Á eftir koma Skútustaðahreppur með 24,5% og Skaftárhreppur með 24,2%. Þess má geta að lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er í Skorradalshreppi eða 0%,  þ.e. enginn íbúi með skráða búsetu í hreppnum er með erlend ríkisfang. 55 íbúar eru skráðir í Skorradalshreppi. Skagabyggð kemur næst með 1,1% þar sem einn íbúi Skagabyggðar er með erlend ríkisfang. Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, eða 19,5% og Suðurland kemur næst með 15,8%. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er í sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra eða 6,2%, þ.e. 449 íbúar af 6.751. Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa og hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitafélögum

Myndin hér að neðan sýnir hlutfall íbúa með erlent ríkisfang eftir landshlutum.  


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar