Þjóðskrá22. maí 2018

Landshlutafundir ÞÍ, sýslumanna og sveitarfélaga á vormánuðum 2018

Þjóðskrá Íslands vinnur náið með byggingarfulltrúum og sýslumönnum vegna breytinga og vinnu við fasteignaskrá

Þjóðskrá Íslands vinnur náið með byggingarfulltrúum og sýslumönnum vegna breytinga og vinnu við fasteignaskrá. Mikilvægt er að samstarfsaðilar átti sig á helstu verkefnum og vandamálum hvers annars og finni tækifæri til að gera betur. Annað hvert ár hittist starfsfólk stofnana á landshlutafundum sem haldnir eru á Akureyri, Egilsstöðum, Suðurlandi, Reykjavík, Vesturlandi og Ísafirði. Í ár sækja um 150 manns fundina en þar er m.a. fjallað um skráningu mannvirkja, lóða, mat fasteigna og þinglýsingar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á kynningu fasteignanúmers sem hefur verið innleitt í áföngum í ár og lýkur þeirri vinnu með opnun á nýju vefuppfletti fasteignaskrár þann 9. júní n.k.  

Af einum landshlutafundanna.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar