Þjóðskrá21. september 2018

Þjóðskrá Íslands fær viðurkenningu Umhverfisstofnunar Græn skref - skref 1

Þjóðskrá Íslands er þátttakandi í verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem fellst í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri

Þjóðskrá Íslands er þátttakandi í verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem fellst í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri. Meðal markmiða verkefnisins er að auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra og gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni og draga úr kostnaði. Allir starfsmenn Þjóðskrár Íslands koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Verkefnahópur var skipaður í sumar sem hefur leitt verkefnið áfram. Vissum áfanga var náð um miðjan september þegar skref 1 var í höfn fyrir starfsstöð ÞÍ í Borgartúni 21. Eftir úttekt Umhverfisstofnunar og af því tilefni tók Margrét Hauksdóttir forstjóri við viðurkenningu úr hendi Hólmfríðar Þorsteinsdóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Áfram verður unnið ötullega að innleiðingu frekari skrefa í verkefninu, bæði í starfsstöðinni í Borgartúni 21 og einnig á Akureyri. Í liðinni viku, Evrópskri samgönguviku, hefur ÞÍ einnig hvatt starfsfólk sitt til að taka þátt, með því að skilja bílinn eftir heima, einu sinni eða oftar í vikunni. Og þannig stuðlað að og hvatt starfsmenn sína til notkunar vistvæns ferðamáta, að hjóla, ganga eða taka strætó í vinnuna. Fjölmargir starfsmenn nýta sér einnig samgöngustyrk ÞÍ allan ársins hring sem hefur gefist vel .  Með sanni má segja að öll almenn hreyfing auki á vellíðan starfsmanna.

Birgitta Stefánsdóttir og Hólmfríður Þorsteinsdóttir sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun, Margrét Hauksdóttir forstjóri ÞÍ og Valdimar Karl Guðlaugsson sérfræðingur hjá ÞÍ.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar