Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2018

05.12.2018

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2018

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2018 var 726. Heildarvelta nam 39,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 53,9 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 25,8 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 10,5 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2,8 milljörðum króna.

Þegar nóvember 2018 er borinn saman við október 2018 fjölgar kaupsamningum um 14,7% og velta eykst um 14,4%. Í október 2018 var 633 kaupsamningum þinglýst, velta nam 34,2 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54 milljónir króna.

Þegar nóvember 2018 er borinn saman við nóvember 2017 fækkar kaupsamningum um 0,4% og velta eykst um 6,2%. Í nóvember 2017 var 729 kaupsamningum þinglýst, velta nam 36,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 50,5 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

Makaskiptasamningar voru 16 í nóvember 2018 eða 2,3% af öllum samningum. Í október 2018 voru makaskiptasamningar 9 eða 1,5% af öllum samningum. Í nóvember 2017 voru makaskiptasamningar 18 eða 2,6% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

 

Tafla 1. Samanburður á október 2018 og nóvember 2018

Október 2018

Nóvember 2018

Breyting

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Fjölbýli

22.346

492

25.764

563

15,3%

14,4%

Sérbýli

8.065

102

10.539

140

30,7%

37,3%

Aðrar eignir en íbúðarhúsnæði

3.775

39

2.795

23

-26,0%

-41,0%

Samtals

34.186

633

39.098

726

14,4%

14,7%

 

Tafla 2. Samanburður á nóvember 2017 og nóvember 2018

Nóvember 2017

Nóvember 2018

Breyting

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Velta
millj.kr.

Fjöldi
kaupsamn.

Fjölbýli

24.602

569

25.764

563

4,7%

-1,1%

Sérbýli

8.632

120

10.539

140

22,1%

16,7%

Aðrar eignir en íbúðarhúsnæði

3.588

40

2.795

23

-22,1%

-42,5%

Samtals

36.821

729

39.098

726

6,2%

0,4%

 

Tafla 3. Fjöldi makaskipta (ath. á bara við um íbúðarhúsnæði)

 

 
Nóvember 2017
Október 2018
Nóvember 2018
Breyting á milli ára
Breyting á milli mánaða
Samningar
689
594
703
2,0%
18,4%
Makaskipti eða lausafé
18
9
16
-11,1%
77,8%
Makaskipti
18
9
16
-11,1%
77,8%
Lausafé
0
0
0
-
-
Hlutfall makaskipta
2,6%
1,5%
2,3%
-
-

 

Smelltu hér til að skoða tímaraðir í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið „Save target/link as“ og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.

Skrá á póstlista markaðsfrétta ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka