Þjóðskrá25. janúar 2019

Lokað fyrir umsóknir um vegabréf 31. janúar

Vegna breytinga á framleiðslukerfi vegabréfa og dvalarleyfiskorta verður lokað fyrir umsóknir vegabréfa fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi í einn dag.

Vegna breytinga á framleiðslukerfi vegabréfa og dvalarleyfiskorta verður lokað fyrir umsóknir vegabréfa fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi í einn dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda. Lokunin á við um alla umsóknarstaði vegabréfa, innanlands sem utan, sýslumenn, sendiráð og ræðisskrifstofur. Umrædd lokun er óhjákvæmileg þar sem um er að ræða tímafreka aðgerð við innleiðingu á nýju framleiðslukerfi. Alls þjónustar Þjóðskrá Íslands 50 umsóknarstöðvar um vegabréf, þar af er 21 á erlendri grundu. 

Þeim sem þurfa að endurnýja vegabréf er bent á að sækja um fyrir eða eftir 31. janúar. Við minnum á að afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar ef ekki er meðtalin póstsending.

Nánari upplýsingar um vegabréf

Þjónustuver Þjóðskrár Íslands svarar fyrirspurnum um vegabréfaútgáfu á skra@skra.is eða í síma 515-5300. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar