Breytingar á kortaþjónustu Þjóðskrár Íslands

30.01.2019

Breytingar á kortaþjónustu Þjóðskrár Íslands

Frá og með 1. febrúar næstkomandi mun Þjóðskrá Íslands skipta um þjónustuaðila þegar kemur að birtingu loftmynda undir gögnum Þjóðskrár Íslands.

Ljóst er að þetta hefur ákveðnar breytingar í för með sér í birtingu korta á skra.is en Þjóðskrá Íslands mun sem fyrr leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þjónustur til að skoða staðsetningu fasteigna á korta- og landupplýsingagrunni. Í þeim efnum hefur verið gerður samningur við Samsýn ehf. til næstu 12 mánaða.


Til baka