Þjóðskrá22. febrúar 2019

Heimsókn samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannesson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra heimsótti Þjóðskrá Íslands

Sigurður Ingi Jóhannesson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra heimsótti Þjóðskrá Íslands 21. febrúar ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra, Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmanni, Guðbjörgu Sigurðardóttur skrifstofustjóra og Þórmundi Jónatanssyni upplýsingafulltrúa. Ráðherrann heilsaði upp á alla starfsmenn, sem kynntu verkefni sín í stuttu  máli. Jafnframt hélt Margrét Hauksdóttir, forstjóri kynningu fyrir ráðherra og fylgdarlið um stefnur og stjórnun stofnunarinnar auk þess að reifa helstu verkefnin og hvaða áskoranir eru í starfseminni. Ánægjuefni var að fá þessa gesti, athygli þeirra og góðar umræður á meðan heimsókninni stóð.

Á myndinni eru Sigurður Ingi Jóhannesson ráðherra, Margrét Hauksdóttir forstjóri, Hjörtur Grétarsson sviðsstjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Tryggvi Már Ingvarsson deildarstjóri.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar