Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum

04.03.2019

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum

Hlutfallsleg breyting á fólksfjölda skipt niður á landshluta

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 643 á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. mars 2019. Þetta er hlutfallsleg fjölgun upp á  0,5%. Þau sveitarfélög sem næst komu voru Kópavogur með 274 íbúa (0,7% fjölgun) og Mosfellsbær með 190 íbúa (1,7% fjölgun). Yfir tímabilið hefur íbúum á Íslandi í heild sinni fjölgað um 1.588 (0,4% fjölgun).

Hlutfallslega mest fjölgun í Skorradalshreppi
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest eða um 6,9% en íbúum þar hefur fjölgað úr 58 í 62 frá 1. desember.  
Íbúum hefur fækkað hlutfallslega mest í Árneshreppi, um 5,0%, í Hvalfjarðarsveit um 2,8% og í Borgarfjarðarhreppi um 2,8%. 
Frá 1. desember hefur íbúum fækkað í 27 sveitarfélögum af 72 sveitarfélögum samtals. 

Fækkun í þremur landshlutum af átta
Fækkun hefur orðið í þremur landshlutum frá 1. desember sl. Mest fækkaði á Vestfjörðum eða um 12 íbúa sem er 0,2% fækkun.  Ennfremur var lítilsháttar fækkun á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Hlutfallslega mest fjölgun varð á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum eða um 0,6%. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 1.287 íbúa og íbúum á Suðurnesjum um 147 íbúa. 

hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum þann 1. mars sl. og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2017 og 2018.     

Tölurnar byggja á skráningu einstaklinga í sveitarfélög samkvæmt skráningu í þjóðskrá.

Skrá á póstlista ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.

 


    Til baka