Fundur ICAO hér á landi

31.10.2019

Fundur ICAO hér á landi

Dagana 29. og 30. október var haldinn hér á landi ársfundur ICAO PKD Board, sem er alþjóðaráð PKD gagnagrunnsins (Public Key Directory). Hlutverk PKD gagnagrunnsins er að miðla trausti á rafrænum vegabréfum. Grunnurinn hefur að geyma þau traustvottorð sem aðildarríkin hafa notað til að undirrita rafræn gögn sem sett eru í örgjörva rafrænna vegabréfa. Með því að byggja landamærakerfi á þessum traustlista er hægt að úr skugga um hvort rafrænt vegabréf sé ekta eða falsað. Um 70 manns sóttu fundinn en Þjóðskrá Íslands hefur verið aðili að PKD Board fyrir Íslands hönd síðan 2016. 

Frá ársfundi ICAO PKD Board.


    Til baka