Þjóðskrá07. nóvember 2019

Þjóðskrá Íslands fær viðurkenningu fyrir Græn skref

Þjóðskrá Íslands hefur hlotið viðurkenningu fyrir skref 2 í Grænum skrefum í ríkisrekstri.

Þjóðskrá Íslands fékk viðurkenningu fyrir að hafa náð skrefi 2 í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri.  Eftir úttekt Umhverfisstofnunar tók Margrét Hauksdóttir forstjóri við viðurkenningu úr hendi Hildar Harðardóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Úttekt Umhverfisstofnunar fór fram 28. október á starfsstöð Þjóðskrár Íslands í Borgartúni en úttekt á starfstöðinni á Akureyri fer fram síðar í nóvember. 

Áfram verður unnið ötullega að innleiðingu frekari skrefa í verkefninu, bæði í starfsstöðinni í Borgartúni 21 og einnig á Akureyri. Þjóðskrá Íslands hvetur starfsmenn sína til notkunar vistvæns ferðamáta, að hjóla, ganga eða taka strætó í vinnuna. Fjölmargir starfsmenn nýta sér samgöngustyrk ÞÍ allan ársins hring sem hefur gefist vel.

Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands og Hildur Harðardóttir sérfræðingur Umhverfisstofnunar.

Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands og Hildur Harðardóttir sérfræðingur Umhverfisstofnunar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar