Þjóðskrá02. janúar 2020

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - janúar 2020

Íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði um 30 á tímabilinu frá 1. desember 2019.

Íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði um 30 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar sl. Hlutfallsleg fjölgun var 0,1% á höfuðborgarsvæðinu. Það sveitarfélag sem kom næst var Reykjavíkurborg en íbúum höfuðborgarinnar fjölgaði um 19 íbúa. 

Hlutfallslega mest fjölgun í Dalabyggð

Þegar horft er til alls landsins þá fjölgaði íbúum Dalabyggðar hlutfallslega mest síðastliðinn mánuð eða um 0,8% en íbúum þar fjölgaði úr 634 í 639 íbúa.

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Kjósarhreppi, um 0,8% og í Eyjafjarðarsveit um 0,6% á ofannefndu tímabili.

Þá fækkaði íbúum í 20 sveitarfélögum af 72 í síðastliðnum mánuði.

Fækkun í tveimur landshlutum af átta

Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Norðurlandi vestra og á Vesturlandi.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 53 íbúa og á Norðurlandi eystra fjölgaði íbúum um 5 talsins.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands þá búa 64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og 8,5% á Suðurlandi. Einungis 2% íbúa landsins búa á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra.

Hérsjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2018 og 2019.

 

Skrá á póstlista ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands.

Skoða nánar