03.06.2020

Viðmiðunardagur fyrir kjör forseta er 6. júní

Viðmiðunardagur fyrir komandi kjör til forseta Íslands er 6. júní næstkomandi. Finna má ýmsar upplýsingar um kosningarnar á kosning.is en kosningarnar fara fram 27. júní næstkomandi. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 5. júní nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 5. júní eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir uppflettiviðmót fyrir einstaklinga til að athuga hvar þeir eigi að kjósa þann 8. júní næstkomandi.


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands út desember 2020.

Skoða nánar