Fólk11. janúar 2021

Vegna umfjöllunar um gjaldtöku fyrir leiðréttingu á skráningu kyns

Gjald sem tekið er fyrir leiðréttingu á skráningu kyns og nafnbreytingar byggir á lögum um aukatekjur ríkissjóðs og rennur til ríkissjóðs en ekki Þjóðskrár Íslands. Gjaldtakan er bundin í lög og er Þjóðskrá því ekki heimilt að fella niður gjaldið.

Sú gjaldtaka sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu fyrir leiðréttingu á skráningu kyns í Þjóðskrá byggir á 26. tl. 14. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs. Gjaldið rennur þannig ekki til Þjóðskrár heldur í ríkissjóð. Rétt er að geta þess að sama gjald, kr. 9.000 er rukkað fyrir breytingu á nafni og fyrir leiðréttingu á kyni. Þá stendur einstaklingum til boða að breyta bæði nafni og leiðrétta kyn fyrir einfalt gjald, eða kr. 9.000.

Þjóðskrá hefur skilning á því að gjaldið getur verið umtalsverður kostnaður fyrir einstaklinga, en bendir á að það sé á forræði Alþingis að ákvarða gjaldtökuna. Er gjaldtaka Þjóðskrár þannig bundin í lög og er Þjóðskrá ekki heimilt að fella niður gjöld sem stofnuninni er ætlað að innheimta með þessum hætti.Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands.

Skoða nánar