Fólk02. febrúar 2021

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - febrúar 2021

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 178 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. febrúar sl en íbúum Hafnarfjarðarkaupstað fækkaði um 107 íbúa.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 178 á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. febrúar sl. Það sveitarfélag sem kemur næst var Kópavogur en þar fjölgaði íbúum um 169 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 104 íbúa. 
Íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur fækkað um 107 íbúa á sama tímabili.

Hlutfallslega mest fjölgun í Helgafellssveit 

Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveit fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna tvo mánuði eða um 7,7% en íbúum þar fjölgaði þó einungis um 5 íbúa eða úr 66 í 70 íbúa. 
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Tjörneshreppi um 3,6% og Ásahreppi um 3,3%.  Þá fækkaði íbúum í 30 sveitarfélagi af 69 á ofangreindu tímabili.  

Fækkun í þremur landshlutum

Lítilsháttar fækkun varð á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,2% eða um 376 íbúa.  Mest hlutfallsleg fjölgun var á Vestfjörðum eða um 0,3% eða um 18 íbúa.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar