Fasteignir04. maí 2021

Nýjar upplýsingar um fjölda íbúða eftir byggingarári birtar í Fasteignagáttinni

Yfirlit yfir fjölda íbúða í fjölbýli og sérbýli eftir byggingarárum birtast nú í Fasteignagátt Þjóðskrár en birtingin er sjálfvirkt uppfærð á hverjum morgni. Skoða má gögnin eftir landshlutum og sveitarfélögum.

Nýjar upplýsingar um fjölda íbúða eftir byggingarárieru nú birtar í Fasteignagátt Þjóðskrár. 

Þar má finna yfirlit yfir fjölda íbúða í fjölbýli og sérbýli eftir byggingarárum aftur til ársins 1900. Skoða má gögnin bæði eftir landshlutum og sveitarfélögum.

Gögnin eru uppfærð með sjálfvirkum hætti á hverjum degi og því má alltaf ganga að því vísu að um sé að ræða nýjustu upplýsingar hverju sinni samkvæmt skráningu í fasteignaskrá.

Nánar um gögnin:

  • Um er að ræða fjölda skráðra íbúða í Fasteignaskrá sem hafa fengið úthlutað byggingarári samkvæmt skráningu byggingarfulltrúa. Byggingarár er alla jafna skráð þegar fasteignir eru komnar á byggingarstig 4.
  • Gögnin eru uppfærð sjálfvirkt einu sinni á dag miðað við gildandi skráningu í Fasteignaskrá.
  • Eignir eru taldar sem sérbýli ef um er að ræða einbýli, parhús eða raðhús. Aðrar íbúðareignir teljast sem fjölbýli.
  • Fjöldi innan hvers sveitarfélags miðast við núverandi afmarkanir sveitarfélaga.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar