Fasteignir28. júní 2021

Upplýsingar um breytingar á byggingarstigum

Nýr staðall um byggingarstig húsa mun hafa takmörkuð áhrif á fasteignamat. Breytingarnar verða innleiddar í kerfum Þjóðskrár í samstarfi við byggingarfulltrúa sveitarfélaga á haustmánuðum.

Í ljósi útgáfu nýs staðals um byggingarstig húsa (51:2021) fækkar byggingarstigum úr 7 í 4. Þjóðskrá vill benda á að umrædd breyting mun hafa takmörkuð áhrif á fasteignamat fasteigna.

Unnið er að frekari greiningu á áhrifum þessara breytinga á kerfi Þjóðskrár og samspili við notkun hagaðila á þessum upplýsingum. Þjóðskrá mun í samstarfi við byggingarfulltrúa sveitarfélaga innleiða þessar breytingar á haustmánuðum.Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar