Fólk26. ágúst 2021

Nýskráð börn fá ekki lengur eiginnöfnin stúlka eða drengur

Börn verða framvegis nýskráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafn þar til nafngjöf hefur farið fram.

Þjóðskrá mun ekki lengur nýskrá börn í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur og verða börn því framvegis nýskráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafn þar til nafngjöf hefur farið fram. Breytingin hefur þegar tekið gildi.

Ekki eru lengur gefin út vegabréf með slíkum eiginnöfnum (stúlka eða drengur) og er þessi breyting því til samræmingar þar á.



Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar