Fólk11. janúar 2022

Vegna umfjöllunar um gögn um forsjá barna

Um 98,4% barna eru með staðfesta forsjá samkvæmt skráningu Þjóðskrá. Foreldrar geta skoðað skráningu sinna barna á mínum síðum á Island.is.

Embætti landlæknis fékk í síðustu viku aðgang að gögnum um forsjá barna vegna yfirstandandi bólusetninga barna. Um er að ræða fyrsta skipti sem forsjárupplýsingum er dreift til annarra opinberra aðila, en Þjóðskrá hefur unnið að þessari skráningu á síðustu árum.

Eftir ábendingar Embættis landlæknis og með frekari yfirferð Þjóðskrár á forsjárskráningu hjá ákveðnum hópi barna hefur forsjá í þeim tilvikum nú verið skráð. Um 98,4% barna í þeim aldursflokki sem embætti Landlæknis er að skoða (5-11 ára) og búsett eru hér á landi eru með skráða forsjá.

Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því að ekki hefur reynst unnt að staðfesta forsjárskráningu barna. Þar á meðal má nefna eftirfarandi:

• Barn er fætt erlendis og gögn um forsjá hafa ekki borist til Þjóðskrár.
• Barn er fætt erlendis og gögn um forsjá eru ófullnægjandi til að staðfesta skráningu.
• Barn hefur flutt til Íslands erlendis frá og fullnægjandi gögnum ekki skilað.
• Skráningu á staðfestingu forsjár er ekki lokið af hálfu Þjóðskrár.

Þjóðskrá vill benda á að foreldrar geta kannað skráningu á forsjá sinna barna á mínum síðum á Ísland.is undir mínar upplýsingar.

Telji foreldrar að skráningu sé ábótavant má beina ábendingum þess efnis til Þjóðskrár á skra@skra.is.

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar