Fólk10. maí 2022

Flutningar innanlands í apríl 2022

Alls fluttu 3.797 einstaklingar í síðasta mánuði innanlands. Þar af fluttu 1071 einstaklingur innan Reykjavíkur.

Þjóðskrá mun hér eftir birta mánaðarlegar fréttir um flutninga innanlands. Gögnin eru byggð á tilkynningum sem berast stofnuninni í hverjum mánuði. 

 

Fjöldi tilkynninga um flutning innanlands eftir mánuðum

 
Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 1.462 einstaklingar fluttu lögheimili sl. apríl í Reykjavík.  Af þeim fluttu 247 einstaklingar sig um set til nágrannasveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins en 1.071 einstaklingar fluttu innan Reykjavíkur.

Á Norðurlandi eystra fluttu 292 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 210 innan landshlutans en 62 til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar af 43 til Reykjavíkur.

Fjöldi flutninga milli landshluta

Frá / Til Austurland Hbsv. utan Reykjavík Norðurland eystra Norðurland vestra Reykjavík Suðurland Suðurnes Vestfirðir Vesturland Samtals
Austurland 80 7 0 0 11 6 2 0 2 108
Hbsv. utan Reykjavík 4 509 21 3 308 13 20 3 21 902
Norðurland eystra 5 19 210 3 43 2 5 1 4 292
Norðurland vestra 0 1 2 38 4 2 0 0 0 47
Reykjavík 23 247 20 10 1.071 36 32 7 16 1.462
Suðurland 1 36 13 1 49 214 9 2 8 333
Suðurnes 0 19 11 0 51 10 349 2 6 448
Vestfirðir 0 6 3 0 13 2 1 28 3 56
Vesturland 0 18 1 5 30 3 1 3 88 148
Samtals 113 862 281 60 1.580 288 419 46 148 3.797

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar