Fólk29. nóvember 2022

Flutningar innanlands í október 2022

Alls skráðu 4.557 einstaklingar flutning innanlands í október til Þjóðskrár. Þetta er fækkun frá síðasta mánuði um 1,9% þegar 4.647 einstaklingar skráðu flutning innanlands og einnig talsverð fækkun frá sama mánuði á síðasta ári en þá skráðu 4.925 einstaklingar flutning innanlands eða um 5,6% fækkun.

 

Alls skráðu 4.557 einstaklingar flutning innanlands í október til Þjóðskrár. Þetta er fækkun frá síðasta mánuði um 1,9% þegar 4.647 einstaklingar skráðu flutning innanlands og einnig talsverð fækkun frá sama mánuði á síðasta ári en þá skráðu 4.925 einstaklingar flutning innanlands.

Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 2.840 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 2.443 einstaklingar innan svæðisins.

Á Suðurnesjum fluttu 404 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 304 innan landshlutans og 93 til höfuðborgarsvæðisins.

Á Suðurlandi fluttu 444 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 311 innan landshlutans en 71 til höfuðborgarsvæðisins.

Flutningur innan og milli landshluta

Frá / til Höfuðborgar- svæðið Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland-
vestra
Norðurland-
eystra
Austurland Suðurland Alls frá
Höfuðborgarsvæðið 2.443 85  83  40  9  50  31  99  2.840
Suðurnes 93 304  5  4  2 18  6  7 439
Vesturland 46 4  188  1  1 12  12  9 273
Vestfirðir 24 3  1 68  1 3  0  3 103
Norðurland vestra 6 2  1  0  64 5  0  5 83
Norðurland eystra 46 2  4  5  4 231  6  4 302
Austurland 19 1  2  0  1 11  72  6 112
Suðurland 71 3  3  2  1 10  4 311 405
Alls til 2.748 404  287  120  83 340 131 444 4.557

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar