Umhverfisstefna

Græn skref í ríkisrekstri í forgrunni 

 • Þjóðskrá fylgir Grænum skrefum í ríkisrekstri.
 • Þjóðskrá fylgir vistvænni innkaupastefnu ríkisins.
 • Allt sem til fellur hjá stofnuninni er endurnýtt, endurunnið eða ef það er óhjákvæmilegt, fargað eftir réttum leiðum.
 • Haldið er grænt bókhald og unnið jafnóðum að leiðum til að minnka orkunotkun.
 • Í samgöngustefnu eru markmið sett um fækkun ferða auk þess sem stuðlað er og hvatt til umhverfisvænni ferðamáta.

Umbótastjórnun

 • Innan Þjóðskrár starfar umhverfishópur sem hefur það að sameiginlegu markmiði að Þjóðskrá og starfsmenn fylgi settum markmiðum.
 • Umhverfishópur skal gera áætlun fyrir framkvæmdastjórn um hvernig græn skref skulu uppfyllt.
 • Með þjálfun starfsmanna og ábyrgð hvers og eins er lagður grunnur að aukinni vitund í umhverfismálum.
 • Innleiðing straumlínustjórnunar - eftirfylgni umbóta, árangur sé mælanlegur og sýnilegur.

Úrvinnsla og miðlun gagna er hvar og hvenær sem er

 • Allt útgefið efni Þjóðskrár skal vera aðgengilegt á rafrænan hátt.
 • Rafræn miðlun upplýsinga og gagna tryggir öryggi gagna og sparar viðskiptavinum sporin, sparar pappír og er þar af leiðandi umhverfisvænni.
 • Þjóðskrá er leiðandi meðal ríkisstofnana þegar kemur að miðlun gagna og upplýsinga á rafrænan máta og nýtir til þess stjórnkerfi upplýsingaöryggis með BSI vottun, skv. ISO 27001 staðlinum.

Framtíðarsýn

 • Langtímasýn og stefnur hjá Þjóðskrá skulu taka mið af umhverfisstefnu
 • Umhverfisstefnan skal endurskoðuð á tveggja ára fresti.
 • Verkferlar verða yfirfarnir og endurbættir með reglubundnum hætti.

Græn skref

Þjóðskrá fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri

Skoða nánar

Vistvæn innkaupastefna

Þjóðskrá fylgir vistvænni innkaupastefnu ríkisins.

Nánar á vinn.is