Vefstefna

Meginhlutverk vefs Þjóðskrár er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu sem sparar þeim sporin hvar sem er – hvenær sem er. Markmiðið er að bjóða upp á sjálfsafgreiðslu og stafræna þjónustu.

Vefur Þjóðskrár þjónustar viðskiptavini með upplýsingum um grunnskrár sem stofnunin heldur og sem settar eru fram með einföldum og skýrum hætti. Upplýsingum á vef er jafnframt miðlað á samfélagsmiðlum með það að markmiði að dreifa fréttum og öðru áhugaverðu efni sem stofnunin vill vekja athygli á.

Þróun í vefmálum skal byggja á notendamiðaðri hönnun og styðjast við alþjóðlega staðla um aðgengismál (WCAG 2.0). Þarfir notenda eru stöðugt settar í fyrsta sæti með ákalli um endurgjöf frá viðskiptavinum.

Vefurinn er lifandi verkefni í stöðugri þróun sem felst meðal annars í því að hlekkir og efni sé viðhaldið í samræmi við nýjustu upplýsingar. Jafnframt skal vefurinn vera aðgengilegur í öllum helstu tækjum, snjallsímum og spjaldtölvum.