Miðlun þjóðskrár

Umsókn um miðlun þjóðskrár

Athugið

Þjóðskrá Íslands sér um alla samningsgerð vegna afnota viðskiptavina af nafnaskrá þjóðskrár.  Það á við um allar tegundir skráa hvort heldur sem er grunnskrá, grunnskrá með viðbótarupplýsingum, horfinnaskrá eða kerfiskennitöluskrá.

Miðlara er óheimilt að afhenda gögn til þriðja aðila fyrr en samningur liggur fyrir milli notanda og Þjóðskrár Íslands.  Þjóðskrá Íslands veitir heimild þegar undirritaður samningur liggur fyrir.

Óheimilt er að safna upplýsingum saman eða breyta þeim.  Umsækjandi skuldbindur sig til þess að leiðbeina og þjálfa starfsmenn sína sem aðgang hafa að þjóðskrá um efni, skilmála og rétta notkun á upplýsingunum.  Miðlari ber ábyrgð á vörslu afritsins og hugsanlegum endurritunum þess.

Þjóðskrá Íslands hefur heimild á hvaða tíma sem er til að stöðva dreifingu á gögnum þjóðskrár til miðlara og/eða viðskiptavina hans séu skilmálar samnings ekki virtir.

Þjóðskrá Íslands hefur rétt til þess að taka út kerfi miðlara vegna miðlunar þjóðskrár án fyrirvara hvenær sem er.

Öll notkun umsækjanda á upplýsingum sem samræmist ekki ákvæðum samnings um miðlun þjóðskrár er með öllu óheimil. Þjóðskrár Íslands áskilur sér rétt til að fella niður aðgangsheimildir þegar í stað telji stofnunin að öryggi upplýsinga sé ábótavant eða að notkun umsækjanda samræmist ekki skyldum hans samkvæmt umsókn þessari, samningi um miðlun og fyrirmælum Þjóðskrár Íslands þar að lútandi eða lögum nr. 90/2018.

Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

Lagaheimild skráningar