Ábyrgðaryfirlýsing lögmanns vegna kennitöluuppflettinga í fasteignaskrá

Athugið

Lögmaður ábyrgist notkun tiltekinna starfsmanna áskrifanda á kennitöluuppflettingum í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands hjá miðlara. Lögmaður ber fulla ábyrgð á öllum uppflettingum þeirra sem hann ábyrgist og heimilar að fái aðgang í sínu nafni. Lögmaður skal kynna þær reglur sem um aðganginn og notkunina gilda fyrir þeim sem hann ábyrgist.

Lögmanni ber að tilkynna miðlara tafarlaust ef starfsmaður hættir störfum sem aðgang hefur að kennitöluuppflettingum í nafni lögmanns.

Allar fyrirspurnir í fasteignaskrá eftir kennitölu eru skráðar sérstaklega bæði hjá Þjóðskrá Íslands og miðlara á viðkomandi áskrifanda, bæði notanda sem framkvæmir fyrirspurnina og þann lögmann sem ábyrgur er fyrir fyrirspurninni.

Söfnun upplýsinga úr fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands er með öllu óheimil nema notandi hafi lögvarða hagsmuni af slíku. Sama gildir um samtengingar við aðrar skrár. Notandi skal eyða upplýsingum fengnum úr fasteignaskrá þegar ekki eru málefnalegar ástæður til að varðveita þær.

Verði notandi uppvís að misnotkun verður lokað fyrir aðgang fyrirvaralaust. Þjóðskrá Íslands er heimilt án fyrirvara að framkvæma eftirlit með lögmætri notkun á aðgangi lögmanna og starfsmanna hans.

Lögmanni ber að kynna sér og hlíta skilmálum um kennitöluuppflettingu í fasteignaskrá sem fram koma á eyðublaði hjá Þjóðskrá Íslands merktu Z-857 Umsókn um kennitöluaðgang lögmanna að fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Almennir skilmálar Þjóðskrár Íslands 

Lagaheimild skráningar