Fasteign er afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.

Fasteign getur jafnframt verið séreignarhluti í fjöleignarhúsi samkvæmt lögum um fjöleignarhús.

Sótt er um skráningu nýrra fasteigna eða breytingu á þeim hjá skipulags- og byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.

Skoða mínar upplýsingar á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir ríkisfang og annað sem skráð er um þig í þjóðskrá.

Mínar síður á Ísland.is