Spurt og svarað varðandi forsetakosningar
Í uppflettingunni Hvar á ég að kjósa? er hægt að skoða hvort einstaklingur sé á kjörskrá. Þar er einnig að finna upplýsingar um kjörstað og kjördeild kjósenda.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi og á þeim kjörstað þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi 24. apríl 2024 þegar kjörskrá var gerð.
Kjörstaður breytist ekki vegna flutninga sem eru skráðir eftir kl. 12 þann dag.
Ef þú færð engar upplýsingar í uppflettingunni gæti eftirfarandi verið ástæðan fyrir því en breytingar sem voru gerðar eftir 24. apríl skila sér ekki í uppflettinguna Hvar á ég kjósa?:
- Ég fékk nýlega íslenskt ríkisfang:
Ef þú hefur fengið skráð íslenskt ríkisfang eftir gerð kjörskrár þann 24. apríl síðast liðinn og hefur ekki fengið bréf frá Þjóðskrá um leiðréttingu á kjörskrá í pósthólf á Ísland.is eða í tölvupósti, getur þú sent erindi á kosningar@skra.is.
- Það er búið að samþykkja að leiðrétta mig inn á kjörskrá en finn mig ekki í Hvar á ég að kjósa?
Leiðréttingar á kjörskrá sem eru samþykktar eftir gerð kjörskrá 24. apríl sl., eru ekki aðgengilegar í uppflettingunni Hvar á ég að kjósa?
Mikilvægt er að hafa bréfið frá Þjóðskrá sem staðfestir kosningarétt, meðferðis á kjörstað þegar er kosið.
- Ég fékk nýlega íslenskt ríkisfang:
- Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri á kjördag og á lögheimili hér á landi
- Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og hefur ÁTT lögheimili hér á landi, á kosningarrétt í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu.
- Eftir 16 ára búsetu erlendis skal sækja um til Þjóðskrár Íslands að vera tekinn á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist fyrir 1.12.2023 til að vera á kjörskrá vegna forsetakosninga 1.6.2024.
- Erlendir ríkisborgarar
- Íslenskir ríkisborgarar, fæddir erlendis og hafa aldrei átt lögheimili á Íslandi
- Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis lengur en 16 ár og skiluðu EKKI umsókn um að vera tekinn á kjörskrá fyrir 1. desember 2023
Ef kjósandi hefur ekki tök á að kjósa á sínum kjörstað þann 1. júní nk. er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumönnum. Hér er hægt að sjá staðsetningar og opnunartíma sýslumanna.
Athugið að ef kosið er utankjörfundar á kjördag þarf kjósandi sjálfur að koma atkvæði sínu til skila til kjörstjórnar í því sveitarfélagi sem kjósandi er á kjörskrá.
Hver hefur kosningarétt við forsetakjör?
- Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi
- Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og hefur ÁTT lögheimili hér á landi á kosningarrétt í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu.
Eftir 16 ára búsetu erlendis skal sækja um til Þjóðskrár Íslands að vera tekinn á kjörskrá
- Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi, og hafa ekki fengið íslenskt ríkisfang, eru ekki með kosningarétt við forsetakjör.
Frekari upplýsingar um kosningarétt
Kosning utan kjörfundar
Ef kjósandi hefur ekki tök á að kjósa á sínum kjörstað þann 1. júní nk. er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumönnum. Hér er hægt að sjá staðsetningar og opnunartíma sýslumanna.