Persónuverndarstefna

Athugið!
Hlutverk Þjóðskrár er að gæta upplýsinga um réttindi einstaklinga og lögaðila með því að safna, varðveita, uppfæra og miðla upplýsingum með öruggum hætti.

Þjóðskrá leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Markmið persónuverndarstefnunnar er að auðvelda einstaklingum að átta sig á hvaða upplýsingum stofnunin safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær.

  • Þjóðskrá safnar margvíslegum upplýsingum til skráningar á grundvelli mismunandi lagaákvæða. Stofnuninni berast upplýsingar frá öðrum opinberum stofnunum, embættum og einstaklingum.
    Persónuupplýsingar sem eru skráðar hjá stofnuninni.

  • Allir einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um hvað er skráð um þá hjá Þjóðskrá. Hægt er að nálgast eigin upplýsingar á mínum síðum á Ísland.is. Upptalningu á hvaða persónuupplýsingar eru skráðar hjá stofnunni er að finna hér. Þjóðskrá gefur einnig út vottorð sem hægt er að panta.

    Þjóðskrá miðlar upplýsingum úr skrám sínum til einkaaðila og opinberra aðila. Aðilar sem hafa aðgang að upplýsingum úr skrám stofnunarinnar.

  • Hlutverk persónuverndarfulltrúa er að upplýsa viðkomandi stofnun eða fyrirtæki og starfsmenn þeirra um skyldur samkvæmt persónuverndarlögum, sinna þjálfun starfsfólks, framkvæma úttektir, veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar. Persónuverndarfulltrúi tekur jafnframt á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem verið er að vinna með upplýsingar um. Þá skal persónuverndarfulltrúinn vera tengiliður við Persónuvernd og vinna með henni, sem og fylgjast með því að farið sé að persónuverndarlögum. Persónuverndarfulltrúi Þjóðskrár er Eyrún Magnúsdóttir og hægt er að hafa samband við hann í síma 515-5300 eða senda tölvupóst á personuvernd@skra.is.

  • Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd, reglugerða og sérákvæða í lögum sem fjalla um vinnslu persónuupplýsinga. Sérhver skráður einstaklingur eða fulltrúi hans hefur rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef hann telur að vinnsla persónuupplýsinga um hann brjóti í bága við lög eða reglugerð. Persónuvernd úrskurðar um hvort brot hafi átt sér stað. Frekari upplýsingar um Persónuvernd er að finna á vef stofnunarinnar, personuvernd.is