Skilmálar

Vottorð Þjóðskrár eru gefin út í samræmi við skráningu einstaklinga í Þjóðskrá á útgáfudegi vottorðs.

Ekki er heimilt að afhenda vottorð lögráða einstaklinga öðrum en vottorðshafa sjálfum, nema til komi skriflegt umboð, eða önnur auðkennd fyrirmæli frá vottorðshafa til starfsfólks Þjóðskrár. Vottorð sem ekki er til staðar umboð til að afhenda verða eftir atvikum send á lögheimili eða pósthólf vottorðshafa á Ísland.is  Sé þess ekki kostur verður útgáfu hafnað og vottorðið endurgreitt.

Athugið að við afgreiðslutíma vottorða bætist sendingartími póstþjónustunnar í þeim tilvikum sem óskað er eftir afhendingu vottorða með bréfpósti. Þjóðskrá tekur ekki ábyrgð á töfum sem verða á afhendingu vottorða í meðferð póstþjónustunnar.

Einstaklingar bera ábyrgð á því að skráning þeirra sé rétt í þjóðskrá. Sé þörf á endurgreiðslu eða leiðréttingu vottorða vegna skráninga sem er breytt eftir útgáfu þeirra, þarf að óska eftir því innan þriggja mánaða frá útgáfu vottorðsins. Eftir þrjá mánuði þarf að panta ný vottorð, nema um hafi verið að ræða mistök af hálfu starfsfólks Þjóðskrár.

Gildistími pantana er þrír mánuðir. Sé ekki unnt að gefa út vottorð innan þess tíma, t.d. vegna skorts á gögnum, er pöntunum lokað og þær endurgreiddar.

Að öðru leyti vísast til almennra skilmála Þjóðskrár á vef stofnunarinnar.