Flutningur barna

Ef flytja á barn erlendis frá til Íslands þá þarf að veita upplýsingar um forsjá barnsins.

Þjóðskrá hvetur til þess að forsjárgögnum, frá landi sem flutt er frá, sé skilað til stofnunarinnar þegar tilkynnt er um flutning barns til Íslands. Með því er hægt að skrá forsjá barns strax við heimkomu og einfaldar það meðal annars vottorða-og vegabréfaútgáfu og aðrar skráningar sem varða barnið og hagi þess.

Sameiginleg forsjá:

Í tilvikum þar sem forsjá er sameiginleg og flytja á barn eitt milli fólks t.d. frá einu forsjárforeldri til annars þarf samningur um breytt lögheimili barns að hafa borist frá sýslumanni til Þjóðskrár.

Ef forsjárforeldrar eru í hjúskap eða skráðri sambúð með hvort öðru og flytja á barn eitt til þriðja aðila þarf að tilgreina hverjum barnið á að tengjast í þjóðskrá. Skriflegt samþykki þess sem barnið á að tengjast þarf að fylgja með flutningstilkynningu. Fullnægjandi er að annað forsjárforeldrið undirriti tilkynninguna í tilvikum sem þessum.

Í tilvikum þar sem foreldrar eru í hjúskap eða sambúð og barn flytur með öðru foreldri á milli landa, þarf samþykki þess foreldris sem ekki flytur með.

Einn með forsjá:

Ef forsjáraðili er einn þá þarf ekki samþykki þess foreldris sem ekki fer með forsjá, en forsjármanni ber að upplýsa umgengnisforeldri um flutning lögheimilis með a.m.k. sex vikna fyrirvara.

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimilisskráningu.

Mínar síður á Ísland.is

Dulið lögheimili

Einstaklingur og fjölskylda á sama lögheimili getur óskað eftir því að fá lögheimili sitt dulið.

Nánar um dulið lögheimili

Veitur

Ef þú ert að flytja eða vilt að nýr notandi taki við sem greiðandi af ákveðnum mælum er mikilvægt að tilkynna það hjá Veitum.

Tilkynna flutning hjá Veitum

Póstfang

Athugið að einnig þarf að tilkynna flutning hjá Póstinum

Tilkynna