Vegabréf

Afgreiðslutími vegabréfa er allt að 6 virkir dagar frá því að umsókn berst (umsóknardagur ekki talinn með). Helgar- og frídagar teljast ekki til virkra daga. Ef afhenda á vegabréfið á umsóknarstað eða heimilisfang erlendis þá bætist sendingartími þangað við afgreiðslutímann. Vegabréf eru einungis afhent á opnunartíma Þjóðskrár og biðjum við ykkur vinsamlegast um að virða það við starfsfólk okkar.