Flutningur frá Íslandi

Athugið!
Flutning frá Íslandi þarf að tilkynna innan 7 daga.

Hægt er að tilkynna flutninginn rafrænt eða í afgreiðslu Þjóðskrár í Reykjavík gegn framvísun löggildra skilríkja. Flytji hjón eða sambúðarfólk frá Íslandi þarf maki að samþykkja flutninginn

Flutning milli Norðurlanda þarf ávallt að tilkynna í eigin persónu hjá hlutaðeigandi skráningarskrifstofu í því landi sem flutt er til.

Athugið að ef annar aðili í sambúð flytur til útlanda þá er sambúð slitið í þjóðskrá með þeim réttaráhrifum sem slíkt felur í sér t.a.m. ef viðkomandi eiga börn saman þá má ekki slíta sambúð nema að búið sé að ganga frá forsjá.

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimilisskráningu.

Mínar síður á Ísland.is

Dulið lögheimili

Einstaklingur og fjölskylda á sama lögheimili getur óskað eftir því að fá lögheimili sitt dulið.

Nánar um dulið lögheimili

Veitur

Ef þú ert að flytja eða vilt að nýr notandi taki við sem greiðandi af ákveðnum mælum er mikilvægt að tilkynna það hjá Veitum.

Tilkynna flutning hjá Veitum

Póstfang

Athugið að einnig þarf að tilkynna flutning hjá Póstinum

Tilkynna