Meðferð upplýsinga

Trúnaður starfsmanna Þjóðskrár

Starfsfólk Þjóðskrár gætir trúnaðar í samræmi við lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og reglur um öryggi upplýsinga hjá stofnuninni. Starfsfólk sem meðhöndlar viðkvæm persónugreinanleg gögn hefur jafnframt sett sér siðareglur sem ber að fylgja í hvívetna. 

Tilgangur siðareglna er að stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni starfsmanna gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. Þær eiga að efla traust og tiltrú viðskiptavina og almennings á Þjóðskrá og auka gagnkvæma virðingu á milli starfsfólks.