Flutningur hjóna

Hjón eiga að hafa sama lögheimili. Þegar lögheimili er flutt innanlands er nægjanlegt að annað hjóna tilkynni. Þegar lögheimili er flutt til útlanda þarf samþykki maka einnig að liggja fyrir.

Þrátt fyrir að hjón eigi að hafa sama lögheimili er þeim heimilt að skrá það hvort á sínum stað. Sitthvort lögheimili hjóna er tilkynnt með flutningstilkynningu. Flutning er hægt að tilkynna rafrænt með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að mæta í afgreiðslu Þjóðskrár í Reykjavík. Vinsamlegast athugið að framvísa þarf löggildum skilríkjum: vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini. Samþykki maka þarf að liggja fyrir svo hægt sé að skrá lögheimili hjóna í sundur. 

Ef skilnaður er fyrirhugaður þarf að tilgreina í athugasemdum flutningstilkynningar að um fyrirhugaðan skilnað er að ræða. Ganga þarf frá skilnaði hjá Sýslumanni. Ef lögskilnaður fór fram í útlöndum skal leggja fram gögn þess eðlis.

Ef fólk í hjúskap er að taka upp samvistir á ný eftir skilnað að borði og sæng þá þarf beiðni þess efnis að berast sýslumanni frá báðum hjóna. Hjón geta óskað eftir því að réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng falli niður með því að fylla út beiðni á vef sýslumanns.

Grundvöllur sambúðarskráningar er sameiginlegt lögheimili sambúðarmaka. Ekki er hægt að skrá sig úr sambúð á grundvelli flutningstilkynningar þegar sambúðaraðilar eiga börn saman. Ekki skal senda inn flutningstilkynningar vegna sambúðarslita þegar börn eru annars vegar fyrr en staðfesting á forsjá barna frá sýslumanni liggur fyrir. Eigi sambúðaraðilar ekki börn er sambúð slitið með flutningi lögheimilis.  

Munið að láta Póstinn vita um breytt heimilisfang. Athugið að Pósturinn fær ekki sjálfvirkt tilkynningar um flutning frá Þjóðskrá.

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimilisskráningu.

Mínar síður á Ísland.is

Dulið lögheimili

Einstaklingur og fjölskylda á sama lögheimili getur óskað eftir því að fá lögheimili sitt dulið.

Nánar um dulið lögheimili

Veitur

Ef þú ert að flytja eða vilt að nýr notandi taki við sem greiðandi af ákveðnum mælum er mikilvægt að tilkynna það hjá Veitum.

Tilkynna flutning hjá Veitum

Póstfang

Athugið að einnig þarf að tilkynna flutning hjá Póstinum

Tilkynna