Íslendingar með lögheimili erlendis

Reglur þessar gilda um alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslna en ekki um kosningar til sveitarstjórna.

Hver er sjálkrafa með kosningarétt? 

  • Íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar)
  • Kjósendur þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Hverjir þurfa sækja um að vera á kjörskrá?

  • Íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis lengur en 16 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) verða að sækja um til Þjóðskrá um að verða teknir á kjörskrá.
  • Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir 1. desember árinu áður en kosningar eiga að fara fram.

Þingrof

  • Alþingi staðfestir með lögum hvort gildistíma verði breytt vegna þingrofs.
  • Ekki þarf að sækja um aftur ef umsókn hefur verið samþykkt eftir 1.12.2023.

Umsókn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Umsækjandi verður að hafa íslenskan ríkisborgararétt.
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára á kjördag.
  • Umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili á Íslandi.

Uppfylli umsókn ofangreind skilyrði verður viðkomandi einstaklingur tekinn á kjörskrá næstu 4 ár á eftir. Vakin er athygli á að sérstakar reglur gilda um fresti til að senda inn umsókn.